19.10.2008 | 23:32
Oddný Sól valdi svið í matinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 23:27
Kirkjurallið endaði í matarboði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 16:16
Ótrúlegt með öxlina mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 19:22
Silla mín velkomin á bloggið mitt
Hæ Silla mín mikið er gaman að fá þig inn á bloggið ég er bara svolítið löt að blogga en hef gaman af því. Ég hef svo gaman af bloggunum ykkar les þitt oft líka!
heyrumst! Odda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 01:03
Tíu litlir negrastrákar og Litli svarti Sambó
Þessi umræða um Tíu litla negrastráka er orðin þvílík æsinga vitleysa, um að þetta sé ljótt og lítlilækkun á negrastrákunum. Þessi umræða æsir fólk til að samþykkja það. Þegar ég var lítil (nú 62)var þetta með fyrstu bókunum sem frænka mín hún Gunna skó söng með mér og lék á gítarinn sinn og ég lærði þetta þá. Ég vorkenndi þeim svo voðalega að eiga svona bágt. Þetta innrætti mér umhyggju fyrir þeim. Þá var enginn að skrifa um þetta í blöð né í fréttum að maður ætti að hafa einhverja skoðun á þessu, það er eins og maður þurfi að hafa skoðun á öllu sem maður sér og heyrir og láta heyra sem mest um sína skoðun. En þetta söng ég af innlifun.
Svo var bókin Litli svarti Sambó ! sem ég las þegar ég var lítil , svo las ég hana fyrir börnin mín, og svo fyrir barnabörnin mín, ég held að þau hafi aldrei pælt í hvort hann var svartur en bókin var bara svo skemmtileg og einföld barnabók.
Svo liðu stundir og maður sá bíómyndir þar sem litað fólk lék í og var farið illa með og enn fann maður til með þeim. Síðan ólst maður upp við bæði svarta gula og hvíta á Vellinum þar sem maður vann og körfuboltamennina í sömu litum, aldrei pældi maður í hvernig fólkið var litt heldur hvernig persóna það var.
Einu sinni stóð ég mig að því að þegar við Stebbi buðum Danny Shouse, sem var körfuboltamaður í Njarðvík, og fjölskyldu í sumarbústaðinn með okkur að við vorum að spila á spil og þá allt í einu varð mér svo starsýnt á góminn og tennurnar á honum og hann spurði hvað ertu að horfa á? ég sagði æ ég hef aldrei tekið eftir hversu marglitur gómurinn er svona bleikur og dökklillablár, og svo hvað þú ert með fallegar tennur, hann bara hló að þessu.
Eitt sinn í vinnunni kom maður inn á skrifstofu til mín og fór að tala um hvort ég læsi biblíuna á hverjum degi ég sagði ekki svo vera og hann sagði að ég færi til fjandans ef ég gerði það ekki, svo ég sagði að ég væri bara með mína barnatrú og hann gæti ekki sagt svona við fólk, þá varð hann hinn versti og sagði að ég væri bara á móti sér aft því að hann væri svartur, og ég sagði : Ha ! hvað segirðu ertu svartur ég hef aldrei tekið eftir því en hélt að þú værir grænn á litinn!
Þessi blessuð bók var skrifuð á þeim tíma sem tíðarandinn var svona og ekki förum við að breyta því og þessi kona sem á barn sem vill ekki að hann þurfi að upplifa þetta, þá segi ég bara það er ekki sama hvernig hlutirnir eru útskýrðir, það er hægt að segja svona var þetta en hefur breyst í dag bara á einfaldan og látlausan hátt. kveðja Odda Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 16:32
Oddný Sól í pössun og afi Matti
Nú er Oddný Sól í pössun hjá ömmu og afa, og verður vonandi í nokkra daga í fríinu sínu, við erum búin að fara á rúntinn til Díu og Gunnars þar lentum við í laugardagsgrónagrautnum hjá þeim. Þar er búinn til grjónó og slátur og allskonar álegg og brauð og allflestir í familíunni þeirra koma börn barnabörn og barnabarnabörn og svo tengdabörn. Skemmtilegur siður. Svo daglega hittumst við yfirleitt hjá þeim um 10:30 því pabbi kemst ekki upp stigana hjá mér, ef við komumst og þegar þau geta sem er svo til daglega þá er pabbi Matti Ásbjörnsson 95 ára unglingur sóttur á Hlévang dvalarheimilið og drukkið kaffi með honum og fitjað upp á gamla tímanum sem hann man eins og gerst hafi í gær og hérumbil hvaða dag og kl hvað. Hann er ótrúlegur hann pabbi minn við erum stundum 4 ættliðir á körfuboltaleikjunum hér í Keflavík, hann, ég , sonur og börnin hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2007 | 14:40
Gréta mín velkomin á síðuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 01:01
Friðrika velkomin !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 14:08
Öxlin mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 23:02
Íslenska og útlenska
Mikið er búið að fjalla um hvort útlendingar eigi að tala íslensku hér á Íslandi við störf eða við bara að halda áfram að tala útlensku við alla útlendinga sem koma hér og vinna. Ég hefði haldið að útlendingar þyrftu að geta bjargað sér á íslensku þegar þeir fá starf við þjónustu, ekki get ég ímyndað mér íslending við störf í Evrópu eða Ameríku sem bara yppti öxlum ef yrt væri á þá á þarlendu máli og íslendingurinn talaði bara íslensku. Ég minnist ungrar svissneskrar stúlku sem var á Tenerife og fékk starf við að vísa fólki inn á matsölustaðinn en fékk ekki starf við þjónustuna því hún kunni ekki nóg í spænsku og hún dreif sig í spænskuskóla til að fá betra starf, það varð henni hvatning að læra málið til að fá betra starf. Við eigum við að athuga hlutina betur áður en við ráðum fólk til starfa sem ekki talar orð í okkar máli. Nú mætti halda að ég væri á móti útlendingum, nei ekki aldeilis, ég hef nefnilega hýst marga skiptinema á vegum AFS og verið trúnaðarmaður fyrir þá í mörg ár svo ég veit að það er alveg ótrúlegt hvað þessir krakkar eru fljótir að læra EF þau vilja það, en þau þurfa aðhald og aga til að tala alltaf íslensku og ekki síst við í fjölskyldunni sem hýstum þau að detta ekki í að nenna ekki að tala við þau íslensku því það tæki svo langan tíma, og tala við þau ensku. Jafnvel hamast við að tala við þau ensku þótt þau kynnu hana ekki, það þekkist. Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að vera þolinmóð við það afgreiðslufólk sem sýnir vilja til að læra íslenskuna og að leiðbeina þeim frekar en að sýna þeim óþolinmæði, en því miður eru ekki allir útlendingar til í það þau vilja frekar að við tölum ensku. Ég er alin upp hér í Keflavík frá barnsaldri með ameríkana í öllum litum og hef átt góða vini í öllum litum. Liturinn skiptir ekki máli það er persónan sem er aðalatriðið.
Vonandi fæ ég athugasemdir við þessu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)