Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2007 | 23:17
Listmálunar námskeiðið
Jæja þá er ég loksins búin að fara á námskeið í listmálun ! Var hjá Steinunni Einarsdóttur sem er yndisleg kona og alveg frábær listamaður og kennari. Ég málaði 2 myndir alveg þokkalegar en það sem hún kom svo vel inn í hausinn á mér var að læra á litahjólið. Ég hef aldrei fengið skýringar fyrr HVERNIG maður notar þetta blessaða hjól sem nú er eins og hugljómun fyrir mér. Það er alveg öruggt að ég mun nota það við að mála en ekki stinga því inn í möppu eins og hverju öðru verkefni sem maður gerði. HÚRRA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 00:07
Nýja bloggið mitt
Jæja þá er maður farinn að blogga ! þetta er dálítið furðulegt að skrifa eitthvað frá hjartanu og svo getur bara alheimur lesið það. En nú er þetta bara fyrsta færsla og ég að fara að sofa eftir að hafa verið í flottu afmæli í Höfnunum. Heyrumst seinna.Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)