23.9.2007 | 23:17
Listmálunar námskeiðið
Jæja þá er ég loksins búin að fara á námskeið í listmálun ! Var hjá Steinunni Einarsdóttur sem er yndisleg kona og alveg frábær listamaður og kennari. Ég málaði 2 myndir alveg þokkalegar en það sem hún kom svo vel inn í hausinn á mér var að læra á litahjólið. Ég hef aldrei fengið skýringar fyrr HVERNIG maður notar þetta blessaða hjól sem nú er eins og hugljómun fyrir mér. Það er alveg öruggt að ég mun nota það við að mála en ekki stinga því inn í möppu eins og hverju öðru verkefni sem maður gerði. HÚRRA!
Athugasemdir
Sæl Oddný mín, en gaman að fá þessa fallegu gullhamra frá þér, en þú ert sannur listamaður annars mundi ekkert ske vinan. Já, hjólið er ómetanlegt.
Mikið var gaman að vera með ykkur öllum. Það er engin hætta að ég gleymi ykkur kæru vinir, þið sáuð um það með því að geja mér þessar yndislegu jólakúlur sem ég mun always treasure.
Gangi þér vel með öxlina Oddný mín.
Steinunn Einarsdottir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.