26.9.2007 | 23:02
Íslenska og útlenska
Mikið er búið að fjalla um hvort útlendingar eigi að tala íslensku hér á Íslandi við störf eða við bara að halda áfram að tala útlensku við alla útlendinga sem koma hér og vinna. Ég hefði haldið að útlendingar þyrftu að geta bjargað sér á íslensku þegar þeir fá starf við þjónustu, ekki get ég ímyndað mér íslending við störf í Evrópu eða Ameríku sem bara yppti öxlum ef yrt væri á þá á þarlendu máli og íslendingurinn talaði bara íslensku. Ég minnist ungrar svissneskrar stúlku sem var á Tenerife og fékk starf við að vísa fólki inn á matsölustaðinn en fékk ekki starf við þjónustuna því hún kunni ekki nóg í spænsku og hún dreif sig í spænskuskóla til að fá betra starf, það varð henni hvatning að læra málið til að fá betra starf. Við eigum við að athuga hlutina betur áður en við ráðum fólk til starfa sem ekki talar orð í okkar máli. Nú mætti halda að ég væri á móti útlendingum, nei ekki aldeilis, ég hef nefnilega hýst marga skiptinema á vegum AFS og verið trúnaðarmaður fyrir þá í mörg ár svo ég veit að það er alveg ótrúlegt hvað þessir krakkar eru fljótir að læra EF þau vilja það, en þau þurfa aðhald og aga til að tala alltaf íslensku og ekki síst við í fjölskyldunni sem hýstum þau að detta ekki í að nenna ekki að tala við þau íslensku því það tæki svo langan tíma, og tala við þau ensku. Jafnvel hamast við að tala við þau ensku þótt þau kynnu hana ekki, það þekkist. Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að vera þolinmóð við það afgreiðslufólk sem sýnir vilja til að læra íslenskuna og að leiðbeina þeim frekar en að sýna þeim óþolinmæði, en því miður eru ekki allir útlendingar til í það þau vilja frekar að við tölum ensku. Ég er alin upp hér í Keflavík frá barnsaldri með ameríkana í öllum litum og hef átt góða vini í öllum litum. Liturinn skiptir ekki máli það er persónan sem er aðalatriðið.
Vonandi fæ ég athugasemdir við þessu !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.