27.10.2007 | 16:32
Oddný Sól í pössun og afi Matti
Nú er Oddný Sól í pössun hjá ömmu og afa, og verður vonandi í nokkra daga í fríinu sínu, við erum búin að fara á rúntinn til Díu og Gunnars þar lentum við í laugardagsgrónagrautnum hjá þeim. Þar er búinn til grjónó og slátur og allskonar álegg og brauð og allflestir í familíunni þeirra koma börn barnabörn og barnabarnabörn og svo tengdabörn. Skemmtilegur siður. Svo daglega hittumst við yfirleitt hjá þeim um 10:30 því pabbi kemst ekki upp stigana hjá mér, ef við komumst og þegar þau geta sem er svo til daglega þá er pabbi Matti Ásbjörnsson 95 ára unglingur sóttur á Hlévang dvalarheimilið og drukkið kaffi með honum og fitjað upp á gamla tímanum sem hann man eins og gerst hafi í gær og hérumbil hvaða dag og kl hvað. Hann er ótrúlegur hann pabbi minn við erum stundum 4 ættliðir á körfuboltaleikjunum hér í Keflavík, hann, ég , sonur og börnin hans.
Athugasemdir
Hæ gaman að sjá þessa mynd þarf að læra að gera svoleis...hefði sko alveg vilja fá smá smakk af slátrinu og grjónagrautnum mmm...:) heyrumst og gaman að sjá blogg loksins hehe
love greta
greta Josepsdottir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:39
Elsku frænka
Innilegar hamingjuóskir með pabba, stórir knúsar á Stefán
knúsar
Ásdís frænka
Ásdís frænka (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:59
Hæ hæ og til hamingju með bloggið þitt.
Þúsund þakkir fyrir pössunina á dóttlunni minni. Hún er lánsöm að eiga svona góða ömmu og afa.
kv. frá Hafnarfirði
Eva Birgitta (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.