19.11.2007 | 16:16
Ótrúlegt með öxlina mína
jæja , þetta gekk nú vel með öxlina eftir aðgerðina og ég farin að æfa og lyfta hendinni og komin með góðar hreyfingar þegar þetta breyttist á einu andartaki. !! Rak tánna í tröppuna við útidyrnar og skall niður með þeim afleiðingum að ég mölbraut á mér þessa öxl og eyðilagði allt sem gert var og þurfti að setja stál lið og legg niður í handlegginn og er ég nú einhentari en áður því ég tognaði á vinstri svo ég er ansi lengi að blogga þetta. Nú er grey Stebbi að hamast í að setja stell og bolla í uppþvottavélina og ýmislegt fyrir jólin og ég bara horfi á og stjórna!
Athugasemdir
Hæ snúlla mín...þetta er nú meiri óheppnin :/ rétt fyrir jól en jæja það er bara að vona að þetta jafni sig sem fyrst ekki nennir maður að vera handlama lengi :) en gott að geta átt svona góðan kall eins og hann afa sem að er duglegur að fara eftir fyrirmælum heheh
knús greta
Gréta Mar Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.