Tíu litlir negrastrákar og Litli svarti Sambó

Þessi umræða um Tíu litla negrastráka er orðin þvílík æsinga vitleysa, um að þetta sé ljótt og lítlilækkun á negrastrákunum. Þessi umræða æsir fólk til að samþykkja það. Þegar ég var lítil (nú 62)var þetta með fyrstu bókunum sem frænka mín hún Gunna skó söng með mér og lék á gítarinn sinn og ég lærði þetta þá. Ég vorkenndi þeim svo voðalega að eiga svona bágt. Þetta innrætti  mér umhyggju fyrir þeim. Þá var enginn að skrifa um þetta í blöð né í fréttum að maður ætti að hafa einhverja skoðun á þessu, það er eins og maður þurfi að hafa skoðun á öllu sem maður sér og heyrir og láta heyra sem mest um sína skoðun. En þetta söng ég af innlifun.

Svo var bókin Litli svarti Sambó ! sem ég las þegar ég var lítil , svo las ég hana fyrir börnin mín, og svo fyrir barnabörnin mín, ég held að þau hafi aldrei pælt í hvort hann var svartur en bókin var bara svo skemmtileg og einföld barnabók.

Svo liðu stundir og maður sá bíómyndir þar sem litað fólk lék í og var farið illa með og enn fann maður til með þeim. Síðan ólst maður upp við bæði svarta gula og hvíta á Vellinum þar sem maður vann og körfuboltamennina í sömu litum, aldrei pældi maður í hvernig fólkið var litt heldur hvernig persóna það var.

Einu sinni stóð ég mig að því að þegar við Stebbi buðum Danny Shouse, sem var körfuboltamaður í Njarðvík, og fjölskyldu í sumarbústaðinn með okkur að við vorum að spila á spil og þá allt í einu varð mér svo starsýnt á góminn og tennurnar á honum og hann spurði hvað ertu að horfa á? ég sagði  æ ég hef aldrei tekið eftir hversu marglitur gómurinn er svona bleikur og dökklillablár, og svo hvað þú ert með fallegar tennur, hann bara hló að þessu.

Eitt sinn í vinnunni kom maður inn á skrifstofu til mín og fór að tala um hvort ég læsi biblíuna á hverjum degi ég sagði ekki svo vera og hann sagði að ég færi til fjandans ef ég gerði það ekki, svo ég sagði að ég væri bara með mína barnatrú og hann gæti ekki sagt svona við fólk, þá varð hann hinn versti og sagði að ég væri bara á móti sér aft því að hann væri svartur, og ég sagði : Ha ! hvað segirðu ertu svartur ég hef aldrei tekið eftir því en hélt að þú værir grænn á litinn!

Þessi blessuð bók var skrifuð á þeim tíma sem tíðarandinn var svona og ekki förum við að breyta því og þessi kona sem á barn sem vill ekki að hann þurfi að upplifa þetta, þá segi ég bara það er ekki sama hvernig hlutirnir eru útskýrðir, það er hægt að segja svona var þetta en hefur breyst í dag bara á einfaldan og látlausan hátt. kveðja Odda Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt blogg og man alltaf þegar þú kenndir mér að biðja til verndarenglanna...geri það oft þegar ég þarf á þeim að halda en veit að þeir eru hjá mér alla daga enda gengur mér alltaf vel í nánast öllu. Trúi þeim og treisti og það er þér að þakka:*

Knús gréta

greta Josepsdottir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband